Nóg hefur verið um að gera hjá Herrabyte síðustu mánuði og því fannst okkur tilvalið að skella í eina frétt. En hvað er að frétta af Herrabyte? Jú við höfum verið uppteknir við að búa til vefsíður og að sjálfsögðu viðhalda fyrri vefsíðum sem við höfum gert. Til þess að gefa ykkur frekari innsýn í það sem við höfum verið að gera eru hér tvær vefsíður sem við höfum nýlega skilað af okkur.
Sú fyrri er Refskegg.is en fyrirtækið starfar á sviði verkefnastjórnunar og hefur nú þegar stýrt stórum verkefnum líkt og umsjón með framkvæmd gagnvers BDC hjá Blönduósi, verkefnastjórnun við uppbyggingu íbúða við Hlíðarenda í Reykjavík og ráðgjöf við eldsneytismál hjá Keflavíkurflugvelli. Vefsíðan er stílhrein upplýsingasíða þar sem helstu verkefni og þjónustur Refskeggs koma fram, ásamt þægilegu viðmóti þar sem mögulegir viðskiptavinir geta haft samband.
Seinni síðan sem okkur langaði að segja frá er 4smarts.com.au. Síðan er vefverslun á áströlskum markaði fyrir heildsöluna 4smarts. Til sölu á vefsíðunni eru ýmis snjalltæki og tól sem einstaklingar innan ástralíu geta verslað á vefnum. Hvort sem það eru snúrur, hleðslubankar eða jafnvel heyrnatól þá er 4smarts með það. Síðan er eitt af stærri verkefnum sem Herrabyte hefur unnið að en hún er stöðugt í vinnslu og bætum við vörum inn á síðuna eftir því sem úrvalið eykst.
Er þetta einungis brot af því sem við höfum verið að gera síðustu mánuði en hægt er að sjá fleiri vefsíður sem við höfum unnið að HÉR.