Skráðu þig á póstlista Herrabyte til að fá alltaf nýjustu fréttir frá okkur.

Árið 2024 og næstu skref

Á þessu ári urðu miklar breytingar á rekstri Herrabyte ehf. bæði varðar eigandaskipti á fyrirtækinu og hvað varðar strasfsemina en Prenthaus var selt í júlí á þessu ári. Hjá Prenthaus vorum við hjá Herrabyte búnir að starfa við að merkja klæðnað og annan varning fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Eins og áður kom fram tók annar eigandi við rekstri Prenthaus í júlí og það var hann Eiríkur Helgason. Við mælum eindregið með að nýta sér þá þjónustu og hægt er að skoða nánar um Prenthaus á vefsíðunni þeirra.

En þrátt fyrir að hafa hætt í prentvinnunni þá vantaði ekki verkefni fyrir starfsfólk Herrabyte. Í júlí varð einnig eigandaskipti og Birgir Trausti Friðriksson hætti störfum og Hákon Orri Gunnarsson tók við. Hákon er að koma úr námi við Bókmenntafræði og var fyrir útskrifaður með BS-gráðu í Líffræði. Mikil reynsla fylgdi Hákoni í skrifum sem hentaði vel fyri starfsemina því oft vantar það við gerð á nýjum vefsíðum.

Núna eru helstu starfsmenn fyrirtækisins því Kristófer Arnþórsson framkvæmdastjóri og Hákon Orri Gunnarsson sölu- og markaðsstjóri.

Á þessu ári höfum við tekið við rekstri á nokkrum vefsíðum sem og búið til nokkrar. Sem dæmi má skoða 4smarts.com.au sem var búin til fyrir 4smarts í Ástralíu, og Rafós.is sem var búin til fyrir fyrirtækið Rafós hérna á Akureyri.

Reikna má með miklum vexti á næstu mánuðum þar sem nokkur stór verkefni eru upp á borðinu hjá okkur. En við tökum samt sem áður alltaf við nýjum verkefnum og því mælum við eindregið með að fá sent tilboð ef áhuga er fyrir því. Hægt er að sækja um tilboð hérna.

Fyrr á þessu ári ákváðum við einnig að byrja aðstoða Partýlandið á Akureyri við að 3D prenta. Prentaðir voru yfir 30 sérmerktir kökutoppar. Einnig byrjuðum við á því að færa VHS spólur yfir í stafrænt form. Hægt er að lesa nánar um VHS spólu þjónustuna hérna.

Gleðilegt nýtt ár,

Kristófer Arnþórsson

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Scroll to Top

Póstlisti Herrabyte

Endilega skráðu þig á póstlistann okkar.

Er ve(f)sen?

Vantar þig aðstoð við einhverja tölvuvinnslu? Við getum aðstoðað þig í dag.

Viltu frekar fá tilboð í verk? Hægt er að senda okkur skilaboð með nánari upplýsingum á vefsíðunni okkar hérna.